Senn lýkur sumarleyfinu. Og þar með tíma til að hvílast. Við höfum notið þeirra forréttinda, hjónakornin, að vera í sveit svo til í mánuð. Kúplað út frá daglegu amstri og hreinsað hugann. Við smíðar og fleira þeim tengdum. Hreinsað hugann? Það er nú kannski full mikið sagt. Mér sýnist það sé ekki eins einfalt og það hljómar. Hugurinn er nefnilega margslunginn staður. Og ekki einfaldur í meðförum.