Við erum í sumarfríi, ég og spúsa mín. Smíðum alla daga í Litlatré. Vinnum persónulegan sigur á hverjum degi. Höfum klætt húsið utan, borið fyrstu umferð af fúavörn á klæðinguna, neglt upp undir þakskegg og málað gluggakarma. Ásta er snillingur með mjóu línurnar. Og við höfum gjarnan sagt í dagslok, eins og Guð almáttugur sagði forðum þegar hann leit yfir vikudjobbið: „Og sjá, það var harla gott.”