Það linnir aldrei aðdáun minni á gáfuðu fólki. Svo að ég nú tali ekki um ef það er einnig vel menntað. En bæði þessi hugtök, „gáfað” og „menntað”, eru þó að sjálfsögðu afstæð. Og þótt ég hafi einhverja skoðun á því hvað sé að vera gáfaður eða og menntaður, þá má ég alveg eins reikna með því að skoðun mín sé óáreiðanleg og byggð á sandi. Því ég er hvorki gáfaður né menntaður. Það er þess vegna ekki svo auðvelt að treysta eigin skoðunum