Opinberir andskotar

Þau valda ævinlega uppnámi í kjarklitlu verkamannshjarta mínu, bréfin sem hið opinbera sendir mér. Ég fer strax í vörn og blóðþrýstingurinn hækkar. Við vorum svo lítilsigld verkamannabörnin á Grímsstaðaholtinu í gamla daga, að við bjuggumst einatt við því versta í öllum samskiptum við hið opinbera. Ástæðan væntanlega verið sú að tekjur nægðu aldrei fyrir þörfum heimilanna og því ýmis gjöld látin sitja á hakanum, í þeirri von að úr rættist seinna. Sem aldrei varð. Og orðalag og framkoma hins opinbera iðulega full af hroka og fjandskap.

Lesa áfram„Opinberir andskotar“