Morguninn var svo dularfullur. Þoka lá yfir borginni. Sást eiginlega ekki á milli húsa hérna í dreifbýli Kópavogs. Umferðin gekk hægar en venjulega. Niður í miðbæ Reykjavíkur,- það er annars merkilegt að þegar maður segir niður í miðbæ, þá er ávallt átt við miðbæ Reykjavíkur. Kannski er það af því hvað miðbær Kópavogs er fráhrindandi og óvænn. Hvað um það. Gallinn við miðbæ Reykjavíkur er samt sá að maður verður að bíða til klukkan 10 eftir að verslanir opni. Það er ljótur ósiður. Karlar á mínum aldri vilja helst afgreiða erindi sín á morgnanna.