Blöðin í morgun og undanfarna daga hafa eytt talsverðu rými undir efni um Gibson kvikmyndina Píslarsögu Krists. Í ljós kemur að margir voru kallaðir saman til að vera viðstaddir forsýningu á myndinni. Væntanlega hefur þeim verið boðið í þeirri von að mikil umræða hæfist og í framhaldi af henni mikil aðsókn sem tryggði góðan hagnað. Þá er og ljóst að viðbrögð og skoðun þeirra er myndina sáu eru afar mismunandi. Að vonum.