Súrt rengi, bláar liljur og brúðarslör

Þegar Ásta kom heim úr vinnu í gær hafði hún meðferðis súrmat, bland í poka, til að færa karlinum sínum. Og blóm. Bláar liljur og brúðarslör. Hún hafði komið við í Nóatúni á Háaleitisbraut og verslað úr kjötborðinu. „Þarna var fullt af gömlum körlum sem voru svo frekir við afgreiðsluborðið og dónalegir, hölluðu sér yfir það og tróðu sér hver fram fyrir annan.

Lesa áfram„Súrt rengi, bláar liljur og brúðarslör“