Óratóría II – Talíta kúmí

Fyrir þrem árum var stofnuð lítil nefnd á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Viðfangsefni hennar var að koma með tillögur til úrlausnar á vanda útigangsmanna í borginni. Fyrir nefndinni fór ung kona, félagsráðgjafi, í borgarhlutaskrifstofunni í Mjódd. Sendi hún öðrum nefndarmönnum tölvupóst þar sem hún boðaði til fundar á skrifstofu sinni.

Lesa áfram„Óratóría II – Talíta kúmí“