Þytur af þýðum blæ

Það var veruleg stórhátíðarstund, síðastliðinn föstudag, hjá okkur Ástu þegar við fórum í Hallgrímskirkju og hlýddum á Óratóríuna Elía, eftir Mendelssohn. Þarna sungu fjórir einsöngvarar, sópran, alt, tenór og bassi og Módettukór Hallgrímskirkju og Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Hörður Áskelsson stjórnaði. Verkið er samið við Biblíutextana sem fjalla um spámanninn Elía og var flutningurinn aldeilis stórkostlegur.

Lesa áfram„Þytur af þýðum blæ“