Konan sveiflaði höndunum og talaði af miklum fjálgleik. Á fasi hennar orðaforða og framsetningu var augljóst að hún var ofurviss um að allt væri rétt sem hún sagði. Doktorsgráða hennar úr Háskólanum hafði verið tíunduð vel í upphafi. Lagði hún megin áherslu á menntun og gildi menntunar. Tók hún dæmi til að lýsa viðhorfi sínu.
Ísland í NATO og herinn „kjurt”.
Við upplifðum það strákarnir á Grímsstaðaholtinu á stríðsárunum að Kaninn var góður nágranni. Holtið, eins og við heimamenn kölluðum það, bjó við þau kjör að hermannakampar umluktu svæðið á allar hliðar. Samneyti var því óhjákvæmilegt, bæði við Breta og Kana. Leiðinleg atvik gerðust fremur með Bretunum. En það er allt önnur saga.
Schroeder og Lucy
Ein teiknimyndasagan af Smáfólki, sýnir Schroeder með hljómplötu með fjórðu sinfóníu Brahms. „Hvað ætlar þú að gera við þetta?” spurði Lucy. „Hlusta á það,” svaraði Schroeder. „Áttu við að þú ætlir að dansa eða syngja eða dilla þér eftir því?” spurði Lucy. „Nei, ég ætla bara að hlusta,” sagði Schroeder. „Heimskulegasta sem ég hef heyrt,” sagði Lucy.
Um verðmæti
Stundum heyrast litlar snotrar frásögur sem grípa hlustendur samstundis. Er það gjarnan af því að þær búa yfir dulinni speki sem fær fólk til að staldra við. Eina slíka rak á fjörurnan nýverið og hefur hún minnt á sig aftur og aftur. Kjarni sögunnar á vel við á þessu litla elskulega landi okkar, Íslandi, þar sem verðmætamat hefur bæklast og margir misst sjónar á því sem eitt sinn var kallað góð gildi.
Hraðferð um Snæfellsnes
Við ákváðum að treysta á loftvogina sem var hægt hækkandi og ókum um Snæfellsnes. Rangsælis. Tókum daginn nokkuð snemma. Það var skýjað í upphafi ferðar. En það er þægilegt í bíl. Og litir jarðar dýpri. Eftir kaffibolla við „brúarsporðinn”, Shellskálann í Borgarnesi, héldum við vestur Mýrar eins og leið liggur. Sáum sólskin framundan.
Með nesti og nýjan prímus
Hann var svo einstaklega ljúfur morguninn. Umferðin háttvís á níunda tímanum. Reykjavíkurtjörn spegilslétt eins og rjómi. Græni liturinn í laufi trjáa djúpur og fullur af lífi. Úrkoma á mörkum súldar og regns. Mikið getur regn, í logni og heitu lofti, verið yndislegt. Og mikilvægi vatnsins auglýsir sig við hvert fótmál manns á mótum malbiks og gróðurs.
Reyndu aftur
Lítil stúlka sýndi mikla færni á skautum. Hún var spurð að því hvernig hún hefði lært að skauta svona vel. Svar hennar var stutt og laggott: „Einfaldlega með því að rísa á fætur í hvert sinn sem ég datt.” Það býr lífsviska í svari stúlkunnar. Framför manna byggist á því að reyna aftur í hvert sinn sem þeim mistekst. Þannig lærðu menn að ganga í bernsku og þannig er með flest sem þeir taka sér fyrir hendur.
Heitir þú Bíbí?
Við komum inn í gróðurstöðina Borg í Hveragerði. Spjölluðum við starfsmann um plöntur. Maðurinn var sérlega þægilegur og talaði við okkur eins og við spyrðum af viti. Ásta spurði um stjúpur. Hvað þyrfti margar og hvað verðið væri. Það var þá sem ég kom auga á konuna. Hún var að skoða sig um. Tveir karlmenn fylgdu henni. Og hundur. Hann var í bandi. Karlarnir gátu hafa verið maki og sonur.
Þrjú saman
Einn af þessum dögum fór í að endurpæla í Pælingum Páls Skúlasonar. Kaflinn, „Áhrifamáttur kristninnar” varð mér svo hugleikinn. Ekki síst á þessum helgu dögum trúarársins sem ætíð hafa lyft okkur Ástu dálítið upp fyrir hversdagsleikann. Og þótt við eyddum hluta úr degi til að endurskipuleggja geymsluna í kjallaranum (en það hafði verið á dagskrá frá því að við fluttum, fyrir 11 mánuðum) þá breytti það engu um ánægjuna af textum og anda daganna.
Óratóría II – Talíta kúmí
Fyrir þrem árum var stofnuð lítil nefnd á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Viðfangsefni hennar var að koma með tillögur til úrlausnar á vanda útigangsmanna í borginni. Fyrir nefndinni fór ung kona, félagsráðgjafi, í borgarhlutaskrifstofunni í Mjódd. Sendi hún öðrum nefndarmönnum tölvupóst þar sem hún boðaði til fundar á skrifstofu sinni.