„Það verður kannski seint sannað að skýr hugsun leiði til betra lífs en ég hef lengi haft þá trú að nauðsynlegt sé að heimspekingar fari út í samfélagið og tali við fólk, líkt og ég hef gert í starfi mínu meðal fanga, um gildi lífsins og yfirleitt allar þær hugmyndir sem heimspekingar fást við að reyna að skilja.” „… Það eru dæmi þess á meðal þeirra fanga sem ég hef kennt að þeir hafi breytt lífssýn sinni…”