Sólin og vindurinn deildu um það hvort þeirra væri sterkara. Þau ákváðu að skera úr um það við fyrsta tækifæri. Þegar maður nokkur, klæddur jakka, gekk niður eftir sveitarvegi sammæltust sólin og vindurinn um að keppa um það hvort þeirra yrði fyrra til að fá manninn til að klæða sig úr jakkanum. Vindurinn byrjaði.
Hann blés og blés. En því meira sem hann blés, því þéttar hélt maðurinn jakkanum að sér. Sólin var næst. Hún skein á manninn í allri sinni dýrð. Fljótlega þoldi maðurinn ekki við lengur og varð að klæða sig úr jakkanum. Þessi gamla sögn bendir á að meira getur áunnist með mildi en með afli.
Ýmsir höfundar, svo og Heilög ritning, hafa bent á þetta í gegnum tíðina. „Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn.” Sakaría 4:6 . „Mýktin sigrar hörkuna.” Lao-tze. „Það sem kemur frá hjartanu snertir önnur hjörtu.” Don Sibet. „Hjörtum fer aldrei orð á milli sem ekki er runnið úr hjarta stað.” Faust, Goethe.