Í blaðaviðtali skömmu fyrir Oscars-verðlaunaúthlutun árið 1986, spurði blaðamaðurinn Barbara Walters bandarísku forsetahjónin, Ronald og Nancy Reagan, hvernig þau hefðu farið að því að halda lífi í ást sinni í þrjátíu og fimm ár. Á meðan þau veltu fyrir sér spurningunni vildi blaðamaðurinn auðvelda þeim að svara og bætti við annarri spurningu: „Var það kannski af því að þið voruð bæði fús til að gefa og þiggja á helmingaskiptum, 50-50?”
Forsetafrúin hló við og sagði: „Ja hér. Í hjónabandi er aldrei hægt að skipta svo jafnt. Stundum voru hlutföllin líkari 90-10. Svo oft þurfti annað okkar að gefa miklu meira eftir en hitt.” Svar forsetafrúarinnar var áhrifamesti punktur viðtalsins og leiddi til mikilvægrar niðurstöðu: Þegar kemur að ást er ekki hægt að tala um stigakeppni. Dagurinn þegar hjón byrja að safna stigum er dagurinn sem ástin byrjar að deyja.
„Elskan er ekki … eigingjörn, ekki langrækin, heldur ekki skrá yfir mistök. Hún breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.” 1. Kor. 13: 5-7. Gleðilegt sumar.