Dagur bókarinnar. Á alheimsvísu. Mér finnst ekki hægt annað en að nefna það. Íslenski sérfræðingurinn segir þó í grein í Mogganum í morgun: „Ekki kemur blogg í bókarstað.” Ég veit ekki hvort hann hugsar þá fremur sem lesandi eða höfundur. Kannski bæði. Hvað um það. Málið snýst að sjálfsögðu um hugsun sem fer milli manna. Orðin eru tækin sem móta hugsunina og gera kleyft að flytja hana frá manni til manns, hvort sem þau eru töluð eða skrifuð.