Páskadagur stendur fyrir sigri hins góða yfir hinu illa. Lífinu yfir dauðanum. Páskadagur var fyrsti virki dagur eftir hvíldardag gyðinga, sem var hinn sjöundi dagur í sköpunarsögunni, laugardagur. Sunnudagur var fyrsti dagur vikunnar, sólardagur. Sunnudagur er upprisudagur Drottins og þess vegna Drottinsdagur. Kristnir menn gerðu hann að sínum hvíldardegi. Hann er dagur ljóssins í lífinu. Vonar og huggunar.
Við Ásta urðum sammála um það í morgun að senda öllum kærum vinum okkar og gestum sem heimsækja heimasíðuna innilegar páskakveðjur og óskir um gleðilega hátíð. Jafnframt viljum við þakka fyrir heimsóknir á síðuna og uppörvunarorð sem margir hafa látið falla. Það er mjög notalegt að vita af ykkur og finna þá nálægð sem heimsókn ykkar veldur. Gleðilega hátíð. Guð blessi ykkur.