Páskadagur stendur fyrir sigri hins góða yfir hinu illa. Lífinu yfir dauðanum. Páskadagur var fyrsti virki dagur eftir hvíldardag gyðinga, sem var hinn sjöundi dagur í sköpunarsögunni, laugardagur. Sunnudagur var fyrsti dagur vikunnar, sólardagur. Sunnudagur er upprisudagur Drottins og þess vegna Drottinsdagur. Kristnir menn gerðu hann að sínum hvíldardegi. Hann er dagur ljóssins í lífinu. Vonar og huggunar.