Forn frásaga greinir frá dreng nokkrum og afa hans sem teymdu asna niður eftir aðalgötu þorpsins. Ýmsir hlógu að þeim fyrir að vera svo heimskir að sitja ekki á asnanum. Svo að afinn ákvað að fara á bak og reið asnanum þangað til að einhver gagnrýndi hann fyrir að láta drenginn ganga. Þá setti afinn drenginn upp á asnann þangað til einhver…
… gagnrýndi drenginn fyrir að bera ekki virðingu fyrir ellinni. Þá fóru þeir báðir upp á asnann og riðu honum þangað til einhver gagnrýndi þá fyrir að níðast á skepnunni. Kjarni frásögunnar er nokkuð skýr. Jesús Kristur mætti svipuðum vandamálum hjá svipuðu fólki á hérvistartímum hans. Og 2000 ár hafa engu breytt. neikvætt fólk er á hverju strái.
„Þangað komu farísear og tóku að þrátta við hann, þeir vildu leiða hann í gildru.” Mk.8
Svartsýnismaðurinn kvartar yfir vindinum. Bjartsýnismaðurinn vonar að hann lægi.
Raunsæismaðurinn hagræðir seglunum.
(William Arthur Ward)