Stuttmyndin The Stone Carvers vann Oscarsverðlaun árið 1984 sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar um lítinn hóp listamanna sem hafði eytt fjölda ára við að höggva í stein skrautmyndir fyrir dómkirkjuna í Washington. Sagnfræðingar segja að myndhöggvarar sem skreyttu dómkirkjur á miðöldum hafi aldrei merkt sér listaverk sín, heldur kosið að starfa nafnlaust og eingöngu þegið heiður frá Guði.
Frásagan af myndhöggvörunum og orð Krists um það að guma ekki af verkum sínum ættu að vera mörgum til leiðbeiningar, sbr: „Þegar þú gefur þurfandi manni eitthvað, skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér, eins og hræsnarar gera í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.” (Mt.6)
Það eina sem við raunverulega eigum er það sem við gefum frá okkur. Anonymus