Fræull

Veðurhryðjurnar í morgun, árla, hvolfdust yfir byggðina hérna við snjólínu og tilveruna við horngluggann. Nærliggjandi húsaraðir hurfu í vatnsmestu gusunum. Stormurinn bókstaflega slengdi regninu sem þeyttist umhverfis blokkina. Kom úr suðaustri. Byggingarkranarnir á nærliggjandi svæði lensuðu máttvana. Fátt fólk var utanbíla.

Lesa áfram„Fræull“