Við fórum í gær, við Ásta, á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands eins og við höfum gert mörg undanfarin ár. Þetta er mikil sýning. Ótal myndir af miklum atburðum, flestar stórar og margar í sterkum og hörðum litum. Þarna eru grátlegar myndir, svolítið fyndnar myndir, myndir af íþróttum og flest öllu þar á milli.
Prestlegur tölvupóstur
Um síðustu helgi varð nokkurt uppnám vegna útvarpsræðu prests Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Kom þar fram að formaður prestafélags þjóðkirkjunnar hafði hvatt kollega sína í stéttinni, með tölvupósti, til að hvetja fermingarbörn og aðstandendur þeirra sem ekki væru þegar skráð í þjóðkirkjuna, til að skrá sig þar og yfirgefa þar með það samfélag sem þau tilheyrðu.
Úr gamalli afmælisdagabók
Hvað er fegra en sólarsýn,
þá sveimar hún yfir stjörnurann.
Hún vermir, hún skín
og hýr gleður mann.
Kaloríur og kolvetni
Vafalaust eru það ekki margir íslendingar sem leggja á sig að fasta af trúarlegum ástæðum. Aftur á móti er augljóst að mjög margir fasta til að minnka á sér offituna. Eru bæði kolvetna- og kalóríuföstur á hvers manns vörum um þessar mundir. Fyrir líkamann. En föstur af trúarlegum ástæðum eru fyrir andann. Hjartað, sálina, hugann og máttinn, þessum þáttum sem Guð ætlast til að fólk trúi af.
Hún er sex mánaða í dag
Það er þannig með blessuð börnin, að á meðan þau eru kornabörn er talað um aldur þeirra í vikum, síðan í mánuðum. Loks verða þau einhverra mánaða gömul, þriggja, fjögurra, fimm eða sex. Þannig er með yngsta barnið okkar Ástu, það er sex mánaða í dag, áttunda mars. Ótrúlegt hvað timinn líður hratt.
Öskudagur 1
Það er við hæfi að tala um iðrun í upphafi sjöviknaföstu. Öskudagur er einmitt fyrsti dagur föstunnar og tilkominn til þess að fá fólk til að skerpa á trú sinni, rifja upp píslargöngu Krists og þau andlegu verðmæti sem felast í atburðunum á Golgata.
Vald konunnar
Ekki á fótum fyrr en undir átta. Þá var bjartara úti en marga undanfarna morgna. Verkaði vel á sálina. Og kaffið rann niður og þaut út í æðarnar. Eftir seinni bollann byrjaði Ásta að tala. „Það væri gott að ganga svolítið núna.” „Já, elskan mín, fyrir alla muni gakktu.” „Mundir þú koma með” „Viltu nokkuð vera að draga mig inn í þetta?” Þögn.
Hver mun annars taka í hönd mína?
Til eru orð sem lífga og til eru orð sem deyða.
Lífið er þakið orðum.
Orð flæða og flæða.
Davíðssálmur á rakarastofu
Staddur inni á rakarastofu fyrr í vetur, hvar ég sat og las í blaði og beið eftir að að mér kæmi, vék sér að mér sá sem rakarinn var að ljúka við að klippa. Hann heilsaði mér blíðlega og þakkaði innilega fyrir grein sem ég hafði skrifað mörgum árum áður, í blað, um Davíðssálm 23. Vinsemd mannsins kom mér á óvart enda er hann þekktur milljarðamæringur í þjóðinni. Viðbrögð mín urðu því fremur klaufsk. „Gerði ég það?” var það eina sem ég gat sagt.
Á grænum grundum
Á meðan flensudagarnir gengu yfir, það tók tíu daga, og fólk breiddi sæng upp fyrir haus til að draga úr óbærilegum hóstakviðum, fengust sálir okkar við það að rifja upp gamla og góða daga. Daga, þegar æskan réði ríkjum og ný tegund af tilfinningum spratt fram af ægikrafti. Geisaði eins og stormsveipir og lyftu lífsglöðum unglingum upp af jörðinni.