Langt tilhlaup

Það var 23. janúar s.l. sem hér birtist pistill um höfuðverk og magnyl. Þá var gerð tilraun til að setja mynd inn á síðuna til að auka frásagnargildi textans. En tilraunin mistókst og menn fengu sér magnyl. Eitt og annað hefur drifið á daga pistlahöfunds síðan þetta var og meðal annars, og það langversta, var svæsin inflúensa sem herjaði eins og árás hryðjuverkamanna á öndunarfæri, lungu, barka, háls og nef.

Lesa áfram„Langt tilhlaup“