Hver byggði borgina Þebu með hliðin sjö?
Í bókunum standa nöfn konunga.
Báru kóngarnir sjálfir björgin í grunn hennar?
Og hin margeydda Babílon –
Hver reisti hana svona oft úr rústum? Í hvaða húsum
hinnar gullroðnu Límu bjuggu verkamennirnir?
Af hverju hurfu múrarnir kvöldið sem múrinn
var fullgerður? Hverjir reistu þá? Yfir hverjum
hrósuðu keisararnir sigri? Átti hinn margrómaði Mikligarður
hallir einar handa íbúunum? Jafnvel í hinu sögufræga Atlantis
örguðu hinir drukknandi á þræla sína um nóttina
þegar hafið svalg land þeirra.
Alexandir hinn ungi vann Indland.
Hann einn?
Sesar sigraði Galla.
Hafði hann ekki einu sinni matsvein með sér?
Filippus Spánarkonungur grét þegar floti hans fórst.
Grét þá enginn annar?
Friðrik mikli sigraði í Sjöárastríðinu. Hverjir
sigruðu auk hans?
Sigur á hverri síðu.
Hver matbjó í sigurfagnaðinn?
Mikilmenni á hverjum áratug.
Hver borgaði brúsann?
Svo margar frásagnir.
Svo margar spurningar.
(Bertolt Brecht / Eysteinn Þorvaldsson)
Flott.
Þetta er magnaður árflaumur…